Viðskiptaráð Íslands

Engin framtíðarsýn í frumvarpi til umferðarlaga

Viðskiptaráð telur mikilvægt að horft sé til framtíðar við setningu nýrra umferðarlaga, sérstaklega þeirra tæknibreytinga sem útlit er fyrir að verði á næstu árum og áratugum.

Helstu atriðin sem Viðskiptaráð vill koma á framfæri eru eftirfarandi:

• Hið opinbera þarf að leggjast á eitt við að búa Ísland undir þær miklu breytingar sem fyrirséð er að verði á samgöngum á næstu árum og áratugum.

• Mikilvægt er að tryggja að íslensk löggjöf verði ekki eftirbátur tækninnar og dragist ekki aftur úr löggjöf þeirra landa sem Ísland ber sig saman við.

• Nauðsynlegt er að í nýjum umferðarlögum verði gert ráð fyrir þeim möguleika að sjálfkeyrandi bílar geti keyrt án ökumanns innanborðs.

• Mikilvægt er að nota aðferðir sem virka til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum umferðar.

Lesa umsögn

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024