Viðskiptaráð Íslands

Fjárlög 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjárlög 2016 til fjárlaganefndar Alþingis. Ráðið fagnar áherslu á hraða niðurgreiðslu skulda og að hluta aukningar skatttekna sé skilað til baka í formi skattalækkana. Hins vegar valda hratt vaxandi útgjöld áhyggjum - raunar svo mikið að séu nýjustu launabreytingar meðtaldar geta fjárlögin tæplega talist hallalaus.

Þá er slakað á aðhaldskröfu í öðrum útgjöldum þrátt fyrir að efnahagsleg rök hnígi að því að auka hana. Ráðið hvetur stjórnvöld til að finna leiðir til að draga úr opinberum útgjöldum í frumvarpinu í meðförum þingsins. Í því samhengi má horfa til fjölmargra tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sem enn bíða innleiðingar.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024