Viðskiptaráð Íslands

Fjárlög 2016

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um fjárlög 2016 til fjárlaganefndar Alþingis. Ráðið fagnar áherslu á hraða niðurgreiðslu skulda og að hluta aukningar skatttekna sé skilað til baka í formi skattalækkana. Hins vegar valda hratt vaxandi útgjöld áhyggjum - raunar svo mikið að séu nýjustu launabreytingar meðtaldar geta fjárlögin tæplega talist hallalaus.

Þá er slakað á aðhaldskröfu í öðrum útgjöldum þrátt fyrir að efnahagsleg rök hnígi að því að auka hana. Ráðið hvetur stjórnvöld til að finna leiðir til að draga úr opinberum útgjöldum í frumvarpinu í meðförum þingsins. Í því samhengi má horfa til fjölmargra tillagna hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar sem enn bíða innleiðingar.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025