Viðskiptaþing 2016 verður haldið fimmtudaginn 11. febrúar næstkomandi frá kl. 13 til 17. Yfirskrift þingsins er„Héraðsmót eða heimsleikar? Innlendur rekstur í alþjóðlegu samhengi.“
Dagskrá Viðskiptaþings hefur nú verið opinberuð, en efnistök eru fjölbreytt og koma þátttakendur úr ýmsum áttum. Á þinginu verður umræða um aukna framleiðni í forgrunni, en tækniframfarir og ný þekking eru helstu drifkraftar hennar. Í þeim felast bæði tækifæri og ógnanir fyrir þau fyrirtæki sem þegar starfa í dag. Upplýsingatækni, ný viðskiptalíkön, sjálfvirkni og breytt neytendahegðum eru allt viðfangsefni sem hafa áhrif bæði á frumkvöðla og fyrirtækjastjórnendur.
Ræða formanns Viðskiptaráðs
Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður Veritas Capital
What Is Next for the Developed World
Ajay Royan, framkvæmdastjóri Mithril Capital Management
What Executives Can Learn from the Mindsets of Entrepreneurs
Amy Cosper, ritstjóri Entrepreneur Magazine
Ræða forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Heiminn heim í hérað: með framleiðni að leiðarljósi
Kristín Friðgeirsdóttir, stjórnarformaður Haga og prófessor við LBS
UMRÆÐUR - Hver eru viðhorf gesta þingsins?
Formenn stjórnmálaflokka á Alþingi
Móttaka
Ljúfir tónar og léttar veitingar
Fundarstjóri
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
Viðskiptaþing er opið öllum og hvetjum við þig til að skrá þig tímanlega í ljósi þess að á síðast þurfti að loka fyrir skráningar viku fyrir þingið vegna aðsóknar.