Viðskiptaráð Íslands

Fjölbreytni eða fákeppni?

Viðskiptaráð telur löngu tímabært að taka lagaumgjörð um leigubílaakstur til gagngerrar endurskoðunar og fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um að ráðast í þá vinnu. Til stendur að leggja fram frumvarp að nýjum lögum um leigubíla haustið 2019.

Helstu atriðin sem ráðið kemur á framfæri í nýrri umsögn sinni og telur að hafa beri í huga við þessa vinnu eru:

  • Fjöldatakmarkanir á leigubílamarkaði eru óréttlætanleg skerðing á samkeppni sem kemur verst niður á tekjulágum. Þær ber að afnema með öllu.
  • Tækniframfarir hafa aukið neytendavernd og tryggt jafnari samningsgrundvöll og útrýmt þörfinni fyrir fjöldatakmarkanir og samræmt verðlag.
  • Þær kröfur sem verða gerðar til nýrra umsækjenda um leyfi til reksturs leigubíla mega ekki vera svo miklar að þær hafi takmarkandi áhrif á samkeppni.
  • Ódýrari leigubílar gætu létt á umferð og aukið hlut almenningssamgangna.
  • Í núverandi kerfi er ungt fólk, konur og útlendingar mikill minnihluti leyfishafa.
  • Viðskiptaráð vill skoða kosti leyfis í anda 90 daga heimagistingar fyrir akstur leigubíla.

Lesa umsögnina í heild sinni hér.



Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024