Viðskiptaráð Íslands

Forvarnir ákjósanlegri en frelsisskerðing

Viðskiptaráð hefur skilað umsögn vegna breytinga á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Með tillögunni er lagt til að einkaleyfi ÁTVR á smásölu áfengis verði aflagt og smásala áfengis verði að ákveðnu marki frjáls. Jafnframt er lagt til að heimilt verði að auglýsa áfengi með nánar tilgreindum takmörkunum. Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga.

Ráðið hefur ávallt talað fyrir því að hið opinbera láti af rekstri sem einkaaðilar geta sinnt með hagkvæmari hætti. Þá telur ráðið að hægt sé að ná markmiðum um lágmörkun á skaðlegum áhrifum áfengisneyslu með öðrum leiðum en ríkiseinokun á smásölu áfengra drykkja. Viðskiptaráð telur jafnframt að breytingar þær sem boðaðar eru í frumvarpinu komi til með að auka hagkvæmni í smásölu áfengis án þess að skerða tekjur ríkissjóðs. Loks telur ráðið til bóta að bann við áfengisauglýsingum sé aflétt þar sem slíkt er til samræmis við flestar aðrar Norðurlandaþjóðir og jafnar samkeppnisstöðu innlendra og erlendra aðila á markaðinum.

Lesa umsögnina í heild

Tengt efni

Mikilvægt að hraða endurskoðun laga um rammaáætlun

Viðskiptaráð ítrekar þá afstöðu sína að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, …
30. september 2024

Afhúðun á umhverfismati framkvæmda og áætlana

Umhverfis, orku- og loftslagsráðuneytið hefur lagt fram fyrsta frumvarpið sem …
17. september 2024

Ný sjálfbærnitilskipun hefur áhrif á flestöll fyrirtæki

Ný tilskipun Evrópusambandsins um sjálfbærnireikningsskil mun hafa áhrif á …
10. september 2024