Viðskiptaráð Íslands

Frumvarp til laga um opinber fjármál

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað umsögn til fjárlaganefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um opinber fjármál.

Í frumvarpi til laga um opinber fjármál kemur fram að lögunum sé meðal annars ætlað að tryggja vandaðan undirbúning áætlana og lagasetningar sem varða efnahag opinberra aðila og öflun og meðferð opinbers fjár. Í frumvarpinu felst einnig samræming á opinberri fjármálastjórn en í því er kveðið á um formlegt og reglubundið samstarf við sveitarfélögin við mótun fjármálastefnu og gerð fjármálaáætlunar

Í umsögn Viðskiptaráðs um frumvarpið kemur fram að ráðið telji að lögin muni stuðla að bættri hagstjórn og samhæfðari stefnumörkun í fjármálum ríkis og sveitarfélag. Leggur Viðskiptaráð því ríka áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga.

Umsögnina í heild sinni má nálgast hér

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024