Viðskiptaráð Íslands

Hefjum viðræður um búvörusamninga upp á nýtt

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til atvinnuveganefndar Alþingis um frumvarp um búvörulög. Með lagafrumvarpinu stendur til að innleiða nauðsynlegar lagabreytingar til að nýir búvörusamningar geti tekið gildi. Viðskiptaráð leggst gegn samningunum í fyrirliggjandi mynd. Í ljósi þess að samningarnir gilda til tíu ára hefði þurft að vanda betur til verka við undirbúning þeirra og ná fram mun breiðari sátt en um þá ríkir.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Viðskiptaráð tekur undir þau sjónarmið að sóknarfæri felist í íslenskum landbúnaði. Grundvöllur þess að unnt sé að réttlæta erlenda markaðssókn hlýtur þó að felast í því að atvinnugreinin standi á eigin fótum, þ.e. að framleiðslan njóti ekki ríkisstyrkja eða tollverndar.
  • Margt bendir til þess að við samningagerðina hafi sérhagsmunir notið forgangs umfram heildarhagsmuni. Samningarnir eru gerðir til langs tíma og þeir binda þar með hendur skattgreiðenda. Einnig byggja þeir á fjárstuðningi sem veldur skattgreiðandi kostnaði og tollvernd sem skerðir lífskjör almennings.
  • Í nýjum búvörusamningum er að mestu litið framhjá umbótatillögum Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Í tillögunum var lagt til að jarðræktarstuðningur yrði ný undirstaða landbúnaðarstuðnings og að dregið yrði úr sértækum stuðningi við einstaka greinar landbúnaðar. Þá var lagt til að dregið yrði úr tollvernd til að auka samkeppnisaðhald landúnaðargreina.
  • kveðið á um að endurskoða skuli samningana tvisvar sinnum á tímabilinu, árin 2019 og 2023. Í endurskoðunarákvæðunum eru ekki tilgreind árangursviðmið sem landbúnaðargreinarnar þurfa að uppfylla til að njóta áfram stuðnings. Þvert á móti má þar finna ákvæði um að stuðningur skuli aukinn ef framleiðsla nær ekki ákveðnum markmiðum.
  • Viðskiptaráð leggur til að viðræður um búvörusamninga verið hafnar upp á nýtt. Áður en þær hefjast ættu stjórnvöld að leita sjónarmiða frá fulltrúum heildarsamtaka í atvinnulífi, launþegahreyfingu og á meðal neytenda. Þannig má stuðla að samningsmarkmiðum ríkisvaldsins sem endurspegla almannahagsmuni. Til að svo megi verða þarf Alþingi hins vegar að hafna þeim samningum sem nú liggja fyrir.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024