Viðskiptaráð Íslands

Kallað eftir auknu frjálsræði á leigubifreiðamarkaði

Viðskiptaráð hefur sent inn umsögn um frumvarp til laga um leigubifreiðakstur. Ráðið hefur áður komið sjónarmiðum sínum um málið á framfæri er drögin lágu fyrir í ráðuneyti.

Viðskiptaráð fagnar markmiði laganna um að auka frjálsræði og samkeppni á leigubifreiðamarkaði með afnámi stöðvarskyldu leigubifreiðarstjóra og takmörkunum á fjölda atvinnuleyfa til leigubifreiðaraksturs. Ráðið telur löngu tímabært að umrædd lagaumgjörð taki breytingum.

Í því samhengi telur Viðskiptaráð þó mikilvægt að árétta að lagaumgjörðin þarf að vera skýr til þess að þjóna markmiði laganna um að opna leigubifreiðamarkaðinn og auka frjálsræði, en vafi er um að viss atriði í núverandi frumvarpi auki í raun samkeppni á leigubifreiðarmarkaði. Nauðsynlegt er að reglurnar séu skýrar og skilvirkar eigi þær að þjóna því markmiði sem að er stefnt. Í því samhengi vill Viðskiptaráð koma á framfæri eftirfarandi atriðum:

• Taka þarf allan vafa af skilyrði um að gjald fyrir leigubílaþjónustu sé fyrir fram ákveðið heildargjald svo unnt sé að þjóna því markmiði laganna að opna leigubílamarkað á Íslandi fyrir starfsemi farveitna.

• Gæta þarf jafnræðis við veitingu atvinnuleyfis og tryggja að umsækjendum með annað móðurmál en íslensku sé kleift að sitja námskeið og þreyta próf.

• Ef opna á leigubílamarkaðinn á Íslandi er mikilvægt að stíga skrefið til fulls og að aðgangshindranir séu ekki enn til staðar í formi íþyngjandi sérskilyrða.

Lesa umsögnina í heild sinni

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024