Viðskiptaráð Íslands

Óbreyttur staðartími

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands styðja eindregið óbreyttan staðartíma þ.e. að hádegi samkvæmt sólargangi sé drjúgri klukkustund eftir að klukkan verður 12 hér á landi. Jafnframt telja samtökin æskilegt að komið verði á auknum sveigjanleika í vinnu- og skólatíma. Þannig telja samtökin að sambland af valkostum A og C í greinargerð um málið sé best til þess fallið að draga úr meintum vanda vegna staðartímans.

Lesa umsögn í heild sinni

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð telja ólíklegt að unnt verði að ná öllum jákvæðum áhrifum sem ætlunin er að fáist með breyttum staðartíma og að þessi áhrif verði mælanleg.

Í greinargerð forsætisráðuneytisins er í besta falli lýst óljósum tilgátum um áhrif breyttrar staðarklukku á svefnvenjur Íslendinga en ekkert er þar fast í hendi. Þvert á móti mælir margt gegn því að ráðast í breytingu á staðartíma, bæði efnahagsleg rök og áhrif á lífsgæði.

Samtök atvinnulífsins ítreka því að þá afstöðu að halda skuli staðarklukkunni óbreyttri en að æskilegt sé að vinna að auknum sveigjanleika á vinnumarkaði og í skólakerfinu.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024