Það er alvörumál þegar lagt er í breytingar á skattkerfi hvers lands og mikilvægt að staðið sé að slíkum breytingum með sem bestum hætti. Það var ekki gert á síðastliðnu ári.“ sagði Finnur Oddsson framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, á opnum fundi ráðsins og Samtaka atvinnulífsins um skattamál sem nú fer fram.
Þá sagði Finnur ekkert hafa orðið úr málefnalegri umræðu eða skoðanaskiptum um þær breytingar sem voru leiddar í lög á síðasta ári. Tillögurnar komu seint fram, þær drukknuðu í umfjöllun um önnur viðfangsefni Alþingis og lítið fór fyrir samráði við hagsmunaaðila. Með því að viðhafa önnur og betri vinnubrögð við skattalagabreytingar og hafa um þær raunverulegt samráð væri hægt að leiðrétta gömul mistök og koma í veg fyrir ný. Þannig mætti byggja vel hannað skattkerfi – einfalt, gagnsætt og stöðugt – sem myndi stuðla að kraftmiklu atvinnulífi og uppbyggingu lífskjara.
Áréttaði Finnur að Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins væru boðin og búin að aðstoða í því verki sem framundan er, væri eftir slíkri aðstoð leitað.