Viðskiptaráð Íslands

Ófjármagnaðar breytingar í frumvarpi um almannatryggingar

Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn til velferðarráðuneytisins um drög að frumvarpi til breytinga á lögum um almannatryggingar. Viðskiptaráð styður breytingar frumvarpsins en gagnrýnir þó að fjármögnun breytinganna liggi ekki fyrir.

Umsögnina má í heild sinni nálgast hér

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Viðskiptaráð styður þær breytingar sem miða að því að einfalda almannatryggingakerfið enda eru þær til þess fallnar að gera fjárhagsstuðning hins opinbera við eldri borgara réttlátari, einfaldari og gagnsærri en áður.
  • Viðskiptaráð styður jafnframt þá breytingu í frumvarpsdrögunum að lífeyristökualdur hækki úr 67 árum í 70 ár.
  • Til bóta er einnig sú breyting að heimilt verði að fresta lífeyristöku til 80 ára aldurs og minnka starfshlutfall á efri árum. Einstaklingar eru ólíkir og því hentar þeim misjafnlega vel að láta af störfum á tilteknum aldri.
  • Viðskiptaráð styður og vonast til að samstarfsverkefni um að þróa leiðir til að innleiða starfsgetumat í stað örorkumats verði innleitt sem fyrst.
  • Áætlaður kostnaður vegna breytinganna nemur samtals 33 ma. kr. fram til ársins 2027. Ekki er lögð til ákveðin leið til að fjármagna þessar breytingar en þó er lögð fram áætlun um að hækkun tryggingargjalds þyrfti að nema 0,45% til að þær skili ríkissjóði ekki tapi. Verði breytingarnar fjármagnaðar með aukinni skattlagningu á vinnuframlag einstaklinga mun það vinna gegn jákvæðum áhrifum þeirra með því að draga úr verðmætasköpun allra einstaklinga. Viðskiptaráð hvetur til þess að breytingarnar verði fjármagnaðar með niðurskurði opinberra útgjalda í stað hækkun tryggingagjalds.

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024