Viðskiptaráð Íslands

Tekjuskattsbreytingar

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt.

Í umsögninni kemur m.a. eftirfarandi fram:

  • Frumvarpið kveður m.a. á um það að tilvísun til leiðbeininga OECD um milliverðlagningu verði felld brott. Viðskiptaráð gerir ekki athugasemd við þessa breytingu en leggur áherslu á mikilvægi þess að framkvæmd milliverðlagsreglna hérlendis sé sambærileg því sem gerist annars staðar.
  • Viðskiptaráð telur það vera breytingu til bóta að liður þar sem fjallað er um lögaðila sem teljast tengdir vegna eignarhalds eða stjórnunarlegra yfirráða einstaklinga sem tengjast fjárhagslegum böndum í gegnum sameiginleg viðskipti og fjárfestingar verði felldur brott. Ráðið tekur einnig undir sjónarmið sem reifuð eru í greinargerð með frumvarpinu um að erfitt gæti reynst að skilgreina hvenær lögaðilar teljist tengdir skv. ákvæðinu.
  • Enn fremur telur Viðskiptaráð rétt að efnahags- og viðskiptanefnd beiti sér fyrir breytingum á ákvæðum 57. gr. tekjuskattslaga þannig að fjárhæðarviðmiðið sem kveðið er á um í 5. mgr. verði hækkað úr einum milljarði til samræmis við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Enn fremur telur ráðið að nefndin ætti að beita sér fyrir því að viðskipti milli tengdra innlendra aðila verði undanþegin skjölunarskyldu.

Umsögnina í heild sinni má lesa hér 

Tengt efni

Dregið úr stuðningi við nýsköpun

Nýir og hærri skattar eru lagðir til í bandorminum svokallaða, sem eru …
22. október 2024

Afnema ætti ríkiseinokun og auglýsingabann

Íslensk áfengislöggjöf mismunar innlendum fyrirtækjum samanborið við erlend …
15. október 2024

Missum ekki sjónar á hagsmunum neytenda

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld til að missa ekki sjónar á því að hagur neytenda …
10. október 2024