Viðskiptaráð Íslands

Frumvarp um breytingu á tollalögum

Viðskiptaráð Íslands hefur skilað inn umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, lögum um vörugjöld o.fl. (205. mál). Frumvarpið felur í sér breytingar sem m.a. er ætlað að auðvelda framkvæmd tollalaga.

Líkt og Samtök iðnaðarins tekur Viðskiptaráð undir hagkvæmni breytinga frumvarpsins hvað varðar endurgreiðsluheimildar til innlendra framleiðenda (4. gr.), dreifingu aðflutnings- og vörugjalda (3. og 5. gr.) og skráningu innskatts á virðisaukaskattsskýrslu (6. gr.). Þá er Viðskiptaráð sammála tillögu SI um afturvirkni 4. gr. frumvarpsins.

Hvað varðar 1. gr. frumvarpsins þá er almennt ekki úr vegi að sektarheimildir hækki í samræmi við almennt verðlag, en slíkt hið sama ætti einnig að eiga við um fjölmörg önnur krónutöluviðmið í löggjöf sem telja má ívilnandi fyrir fólk og fyrirtæki – sem hefur ekki alltaf verið raunin. Í þessu tilviki er hækkunin einna helst lögð til í þeim tilgangi að auðvelda álagningu sekta þegar sökunautur hefur lýst sig reiðubúinn að ljúka máli hjá tollstjóra með þeim hætti. Með því má komast hjá óþarfa málsmeðferð hjá lögregluyfirvöldum, til hagsbóta fyrir alla sem málið varðar.

Viðskiptaráð leggur til að frumvarpið nái fram að ganga. 

Umsögn Viðskiptaráðs má í heild nálgast hér.

Tengt efni

FuelEU grafi undan samkeppnishæfni Íslands

Viðskiptaráð telur að innleiðing FuelEU Maritime reglugerðar ESB muni leggja …
13. janúar 2026

Lagaumgjörð um lagareldi styðji við áframhaldandi vöxt

Viðskiptaráð fagnar endurskoðun laga um lagareldi. Skýr og fyrirsjáanleg löggjöf …
16. desember 2025

Fyrstu kaupendum beint í dýrara húsnæði

Viðskiptaráð geldur varhug við frumvarpi til breytinga á húsnæðislögum, sem …
15. desember 2025