Viðskiptaráð hefur skilað inn umsögn um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Ráðið hefur ætíð talað fyrir hagræðingu í opinberum rekstri svo að fjármunir nýtist sem best og til að tryggja góða þjónustu. Meðal annars þess vegna telur Viðskiptaráð að sameining ákveðinna þátta Seðlabankans og FME, einkum sem lúta að fjármálastöðugleika, sé til hagsbóta og að sameiginleg stofnun sé sterkari. Með því skapast enn fremur hagræðing hjá fjármálafyrirtækjum sem þurfa að skila upplýsingum til eins aðila í stað tveggja. Á hinn bóginn lýsir ráðið efasemdum um að eftirlit með fjármálamörkuðum sé hýst í sömu stofnun.