Viðskiptaráð Íslands

Sterkari Seðlabanki er hagsmunamál allra

Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um styrk Seðlabanka Íslands og stöðu hans sem lánveitanda til þrautarvara. Í því samhengi hefur verið bent á smæð gjaldeyrisvarasjóðs bankans og skort á lánalínum frá erlendum seðlabönkum. Þrátt fyrir að gjaldeyrisvarasjóður bankans hafi nýlega verið efldur er ljóst að stærð íslenska bankakerfisins krefst mun sterkari umgjarðar en nú er í boði.

Þetta er ekki eingöngu mál sem varðar starfsemi íslenskra fjármálafyrirtækja. Aukinn trúverðugleiki Seðlabanka Íslands er grundvallarþáttur til að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað í íslensku hagkerfi undanfarnar vikur og mánuði. Skörp gengisveiking, vaxandi verðbólga, ofurháir stýrivextir, skert aðgengi að lánsfjármagni og stöðnun atvinnulífsins eru vandamál sem koma niður á öllum í íslensku samfélagi. Þegar rætt er um að taka lán til efla gjaldeyrisvarasjóð eða eiginfjárstöðu Seðlabankans og styrkja þannig trúverðugleika íslensks fjármálakerfis er því ekki verið vinna að hagsmunum þröngs hóps á kostnað almennings. Þvert á móti er slík aðgerð óumflýjanlegt fyrsta skref til að koma í veg fyrir víxlverkandi vítahring verðbólgu, gengisveikingar og vaxtahækkana.

Skoðunina í heild sinni má nálgast hér

Tengt efni

Veðjað á rangan hest: Umgjörð veðmálastarfsemi á Íslandi

Þótt veðmálastarfsemi sé sniðinn þröngur stakkur hérlendis veðja fáar þjóðir …
12. september 2024

Réttum kúrsinn: Umbætur í opinberu eftirliti

Opinbert eftirlit stendur samkeppnishæfni Íslands fyrir þrifum. Íþyngjandi …
27. ágúst 2024

Fæstum þykir sinn sjóður of þungur

Viðskiptaráð leggur fram 28 tillögur um hvernig megi hagræða í sjóðum ríkisins
1. mars 2024