Staðsetning: Borgartúni 35
Útflutningsráð Íslands, Sendiráð Litháen og Verslunarráð Íslands standa fyrir kyningu á fjárfestingarumhverfi og tækifærum í Litháen.
Á kynningarfundinum munu fulltrúar frá Lithuanian Development Agency, sendiráði Litháens í Danmörku og lögfræðifyrirtækinu Lideika, Petrauskas, Valiunas & Partners kynna viðskipta- og fjárfestingarumhverfi í Litháen. Einnig mun fulltrúi íslensks fyrirtækis segja frá reynslu af viðskiptum í Litháen.
Fundurinn, sem fer fram á ensku, er öllum opinn og hefst kl. 8:30.
Dagskrá fundarins hér
Umsjónarmaður Erna Björnsdóttir