Tilnefningarnefndir á Norðurlöndunum

Greining Viðskiptaráðs á starfsemi tilnefningarnefnda á Norðurlöndunum

Viðskiptaráð, IcelandSIF, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins stóðu í síðustu viku fyrir vel sóttum morgunfundi um tilnefningarnefndir. Á fundinum kynnti Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, greiningu ráðsins á samsetningu og hlutverki tilnefningarnefnda á Norðurlöndunum.

Samantekt og greining Viðskiptaráðs er nú aðgengileg en í henni kemur m.a. fram að Norðurlöndin eigi það öll sameiginlegt að leggja mikla áherslu á tilnefngingarnefndir í leiðbeiningum sínum um stjórnarhætti.

"Útfærslan er vissulega ólík á milli landa og jafnvel milli einstakra félaga, en kosturinn við sveigjanleika leiðbeininga um stjórnarhætti er að félög geta sniðið þættina að sinni stærð og starfsemi. Meirihluti stærstu fyrirtækja á Norðurlöndunum starfrækja þó tilnefningarnefndir en í samanburðinum voru skoðuð 10 stærstu félög að markaðsvirði í hverju landi fyrir sig."

Það er von Viðskiptaráð að þær upplýsingar sem þar má finna geti gagnast í áframhaldandi umræðu og þróun tilnefningarnefnda. Nánari upplýsingar um greininguna og málaflokk stjórnarhátta og tilnefningarnefnda veitir lögfræðingur Viðskiptaráðs, Agla Eir.

Frá morgunfundi um tilnefningarnefndir á Grand hótel 28. mars 2023

Tengt efni

Lægri skattar og sjálfbær ríkisfjármál bæta samkeppnishæfni Íslands 

Undanfarinn áratug hefur samkeppnishæfni Íslands smám saman batnað, en fyrir tíu ...
21. jún 2024

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 ...
20. jún 2024

Góðir stjórnar­hættir - hvernig og hvers vegna?

Tilnefningarnefndir er dæmi um viðfangsefni sem halda þarf áfram að móta til ...
8. mar 2023