Viðskiptaráð Íslands

Tilnefningarnefndir á Norðurlöndunum

Greining Viðskiptaráðs á starfsemi tilnefningarnefnda á Norðurlöndunum

Viðskiptaráð, IcelandSIF, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins stóðu í síðustu viku fyrir vel sóttum morgunfundi um tilnefningarnefndir. Á fundinum kynnti Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, greiningu ráðsins á samsetningu og hlutverki tilnefningarnefnda á Norðurlöndunum.

Samantekt og greining Viðskiptaráðs er nú aðgengileg en í henni kemur m.a. fram að Norðurlöndin eigi það öll sameiginlegt að leggja mikla áherslu á tilnefngingarnefndir í leiðbeiningum sínum um stjórnarhætti.

"Útfærslan er vissulega ólík á milli landa og jafnvel milli einstakra félaga, en kosturinn við sveigjanleika leiðbeininga um stjórnarhætti er að félög geta sniðið þættina að sinni stærð og starfsemi. Meirihluti stærstu fyrirtækja á Norðurlöndunum starfrækja þó tilnefningarnefndir en í samanburðinum voru skoðuð 10 stærstu félög að markaðsvirði í hverju landi fyrir sig."

Það er von Viðskiptaráð að þær upplýsingar sem þar má finna geti gagnast í áframhaldandi umræðu og þróun tilnefningarnefnda. Nánari upplýsingar um greininguna og málaflokk stjórnarhátta og tilnefningarnefnda veitir lögfræðingur Viðskiptaráðs, Agla Eir.

Frá morgunfundi um tilnefningarnefndir á Grand hótel 28. mars 2023

Tengt efni

Hver er þín verðbólga?

Reiknivél Viðskiptaráðs sem gerir hverjum og einum kleift að reikna sína …
13. mars 2023

Upptaka af Viðskiptaþingi 2021

Viðskiptaþing 2021 fer fram fimmtudaginn 27. maí kl. 9:00-10:00 í vefútsendingu …
27. maí 2021