Viðskiptaráð Íslands

Ferð aðildarfélaga VÍ á Kárahnjúka & Alcoa Fjarðaál

Staðsetning: Kárahnjúkar & Fjarðabyggð

Á vordögum á síðasta ári efndi Verslunarráð til hópferðar austur á firði (flogið að morgni og til baka í eftirmiðdaginn) til þess að skoða það svæði þar sem áformað var að reisa álver við Reyðarfjörð, og um leið að skoða framkvæmdir við virkjun Landsvirkjunar við Kárahnjúka undir leiðsögn forstjóra Landsvirkjunar og sérfræðinga á svæðinu.

Ferðin var afar vel sótt af félögum Verslunarráðs og var að henni lokinni tekin ákvörðun um efna til annarrar ferðar ári síðar. Þannig gæfist félögum Verslunarráðs kostur á að fylgjast með þeim gríðarlegu framkvæmdum sem eiga sér stað og berja augum þær breytingar sem verða á skömmum tíma á þessu svæði.
Sjá hér um ferðina í maí 2004 (myndir og annað).

Nú býður Verslunarráð félögum aftur til ferðar á Kárahnjúka og í Fjarðabyggð sem verður ekki síður áhugaverð fyrir þá sem aldrei hafa komið á virkjunarsvæðið.

Flogið verður til Egilsstaða klukkan 08:00 og til baka til Reykjavíkur klukkan 20:25.  Einungis 30 sæti eru í boði. Verð kr. 21.900.- innifalið er flug, akstur og veitingar.

Nánari upplýsingar veitir Erla Ýr í síma 510 7107 eða á erla@vi.is.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024