Þann 20. janúar nk. stendur Bresk-íslenska viðskiptaráðið fyrir hádegisverðarfundi með Geir H. Haarde, Utanríkisráðherra, í London.
Icelandair og Íslandsbanki styrkja viðburðinn, sem verður haldinn á Jumeirah Carlton Towers hótelinu, Cadogan Place, London SW1.
Verð með hádegisverði er £35 og er hægt að taka frá borð fyrir átta manns fyrir þá sem vilja. Þátttaka er öllum heimil en fyrirfram skráning er nauðsynleg á anitafair@aol.com.
Nánari upplýsingar veitir Erla Ýr í síma 5 107 107 eða á erla@vi.is.