Viðskiptaráð Íslands

Peningamálafundur Viðskiptaráðs: Næstu skref?

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica

Árlegur Peningamálafundur Viðskiptaráðs fer fram föstudaginn 16. nóvember undir yfirskriftinni Næstu skref? Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 8.15 til 10.00. Aðgangseyrir er 3.600 krónur með morgunverði sem hefst kl. 8.00.

Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs, flytur opnunarávarp og mun Már Guðmundsson seðlabankastjóri að vanda halda framsöguerindi. Í kjölfar erindis seðlabankastjóra taka við pallborðsumræður undir stjórn Ásgeirs Jónssonar lektors við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Í pallborði verða:

  • Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka
  • Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Júpíters rekstrarfélags

Seðlabankastjóri mun fjalla um ástand og horfur efnahags- og peningamála. Hann mun einnig ræða um fjármagnshöftin, skuldastöðu þjóðarbúsins, nauðasamninga gömlu bankanna og annað sem því tengist.

Þá verður fjallað um Peningamál Seðlabankans sem koma út miðvikudaginn 14. nóvember ásamt því sem tæpt verður á nýlegri skýrslu Seðlabankans um valkosti í gjaldmiðils- og peningamálum. Að lokum verður rætt um þau skref sem stíga þarf til að færa stöðu efnahagsmála til betri vegar og hvort unnt sé að ná um þau nauðsynlegri samstöðu.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024