Viðskiptaráð Íslands

Fjárfestingatækifæri á Íslandi og í Bandaríkjunum

Staðsetning: New York

Íslensk-ameríska viðskiptaráðið stendur fyrir ráðstefnu í New York fimmtudaginn 2. mars n.k. þar sem m.a. verður fjallað um fjárfestingatækifæri á Íslandi og í Bandaríkjunum. Efni fundarins spannar allt frá umjöllun um orkukostnað á Íslandi, og ferðaiðnað landsins til einkavæðingar bankastofnana.

Ólafur Jóhann Ólafsson, formaður ráðsins og framkvæmdastjóri hjá Time Warner, Valgerður Sverrisdóttir Viðskiptaráðherra og Ed McKelvey, aðstoðarforstjóri hjá Goldman Sachs verða meðal gesta og fyrirlesara á ráðstefnunni. Auk þeirra munu tala ýmsir af þekktustu athafnamönnum landsins.

Valgerður Sverrisdóttir Viðskiptaráðherra flytur opnunarávarp ráðstefnunar. Fundarstjóri er Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá, og mun hann ræða um fjárfestingar Íslendinga á erlendri grundu.

Dagskrá ráðstefnunnar er að sama skapi fjölbreytt en þar mun Jón Sigurðsson fyrrverandi bankastjóri Norræna fjárfestingabankans fjalla um efnahgs- og  fjármálaumhverfið á Íslandi. Halldór Jón Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands flytur erindi um fjárfestingamöguleika á Íslandi og í Bandaríkjunum. Jon Erik Reinhardsen, forstjóri ALCOA ræðir fjárfestingar í stóriðju á Íslandi sem og Logan Kruger, framkvæmdastjóri Century Aluminium. Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri sölusviðs Actavis í Norður-Ameríku talar um fjárfestingar Actavis í Bandaríkjunum og áætlanir um framtíðarvöxt fyrirtækisins.

Þá mun Hannes Smárason, forstjóri FL Group, fjalla um þá umbreytingu sem orðið hefur á FL Group síðastliðin ár. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar gerir grein fyrir fjárfestingu og rekstri Össurar á Íslandi og í Bandaríkjunum og framtíðaráætlanir fyrirtækisins. Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga og fyrirtækjasviðs Íslandsbanka ræðir alþjóðlega stefnumörkun á Íslandi og í Noregi. Svanbjörn Thoroddsen, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunarsviðs Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka fjallar um fjárfestingatækifæri í Evrópu og í Bandaríkjunum,

Ed McKelvey, aðstoðarforstjóri Goldman Sachs ræðir að lokum um líklega framvindu bandaríska hagkerfisins og hvernig koma megi í veg fyrir samdrátt á árinu. Að lokum mun Ólafur Jóhann Ólafsson, formaður Íslensk-ameríska viðskiptaráðsins stjórna umræðum um erindi ráðstefnunnar.

Miðvikudaginn 1. mars er frummælendum og ráðstefnugestum boðið til kvöldverðar í boði Alcoa, Century Aluminium og Landsbanka Íslands, Kvöldverðurinn fer fram á Millenium UN Plaza Hotel.

Sjá dagskrá ráðstefnunnar hér

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Skattadagurinn 2025

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram …
14. janúar 2025

Peningamálafundur 2024

Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica …
21. nóvember 2024