Amerísk-íslenska viðskiptaráðið heldur morgunverðarfund miðvikudaginn 3. september á Grand Hótel Reykjavík. Á fundinum verður rætt um helstu ástæður þess að íslensk frumkvöðlafyrirtæki leita helst að tækifærum í vesturheimi, hver munurinn sé á því að reka fyrirtæki á Íslandi og í Bandaríkjunum og hvað þurfi til að hasla sér völl vestanhafs.
Aðgangseyrir fyrir félaga AMÍS er 2.500 kr. og 3.000 kr. fyrir aðra gesti.