Að lokinni ráðstefnu verður haldinn kvöldverður að utanríkisráherra og sendiherrum landanna, Tómasi Inga Olrich og Nicole Michelangeli, viðstöddum.
Ráðstefnan og kvöldverðurinn verða haldin í glæsilegum húsakynnum Grand Hotel InterContinental við Garnier óperuna í París.
Dagskrá ráðstefnunnar:
Pétur Einarsson, stjórnarformaður Cbridge mun fjalla um íslenskar fjárfestingar erlendis.
Þórður Hilmarsson, framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu tekur hins vegar fyrir erlendar fjárfestingar á Íslandi.
Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Landsbankans kynnir starfsemi bankans erlendis.
Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallar Íslands segir frá íslenskum verðbréfamarkaði og efnahagsmálum.
Landsbankinn, Kauphöllinn, Icelandair og Alfesca styrkja viðburðinn. Búist er við allt að 100 gestum.
Nánari upplýsingar á heimasíðu sendiráðsins í París: www.iceland.org/fr
Skráning í síma +33 1 44 17 32 85 eða með pósti info@france.is