Viðskiptaráð Íslands

FRÍS: Ráðstefna um jarðvarma

Fimmtudaginn 16. april n.k. stendur FRÍS (fransk-íslenska viðskiptaráðið) fyrir ráðstefnu um jarðvarma í glæsilegum húsakynnum Viðskiptaráðs Parísar (CCIP) á Avenue Friedland.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við sendiráð Íslands í Frakklandi, sendiráð Frakklands á Íslandi og viðskiptaráð Parísar.

Heiðursgestir á ráðstefnunni verða Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra atvinnuvega- og nýsköpunarmála og Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands (tbc).

Í pallborði munu taka þátt fulltrúar frá Landsvirkjun, Iceland Geothermal Cluster, Reykjavik Geothermal og franska jarðvarmaklasanum (GEODEEP), svo og fulltrúar stærstu orkufyrirtækja Frakklands.

Nánari upplýsingar og skráning á vef FRÍS

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar í Borgarleikhúsinu og er einn stærsti …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024