Viðskiptaráð Íslands í samstarfi við Vaxtarsamning Eyjafjarðar boðar til hádegisfundar fimmtudaginn 23. mars 2006 klukkan 12:00 á Hótel KEA.
Davíð Þorláksson frá Viðskiptaráði kynnir skýrsluna Ísland 2015 en að því loknu verða pallborðsumræður um samkeppnishæfni atvinnulífs í Eyjafirði með fulltrúum úr forystuhópum mismunandi klösum Vaxtarsamningsins. Þeir verða Helgi Jóhannesson matvælaklasa, Þorvaldur Ingvarsson heilsuklasa, Selma Dögg Sigurjónsdóttir ferðaþjónustuklasa og Jón Haukur Ingimundarson mennta- og rannsóknaklasa.
Skráning fer fram í gegnum netfangið afe@afe.is.
Allir velkomnir.