Viðskiptaráð Íslands

Kynningarfundur Íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins

Staðsetning: Borgartún 35, 6. hæð

Kynningarfundur Íslensk-kanadíska viðskiptaráðsins (ICCC, Icelandic-Canadian Chamber of Commerce) verður haldinn hjá Útflutningsráði Íslands, Borgartúni 35 í fundarsal á 6. hæð, fimmtudaginn 11. maí nk. kl. 9.30. Formaður ráðsins, Gordon J. Reykdal ræðismaður Íslands í Edmonton og Walter Sopher varaformaður ráðsins og eigandi fyrirtækisins Snorri
Icelandic-Goods, munu gera grein fyrir störfum og stefnumálum ICCC og viðhorfum varðandi þróun viðskipta milli Íslands og Kanada.

Fundurinn er opinn öllum áhugasömum aðilum um eflingu samskipta Íslands og Kanada á sviði viðskipta, verslunar og þjónustu. Viðstaddir fundinn verða m.a. sendiherra Íslands í Kanada og ræðismenn Íslands þar í landi ásamt fulltrúum sendiráðs Kanada á Íslandi.

Skráning og nánari upplýsingar hjá: erla@vi.is

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Skattadagurinn 2025

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram …
14. janúar 2025

Peningamálafundur 2024

Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica …
21. nóvember 2024