Viðskiptaráð Íslands

Norðurslóða-viðskiptaráð stofnað

Á vinnustofu SI um tækifærin á norðurslóðum sem fór fram á miðvikudaginn í síðustu viku var Norðurslóða-viðskiptaráð (e. Icelandic-Arctic Chamber of Commerce) stofnað. Bakhjarlar ráðsins eru Viðskiptaráð Íslands, utanríkisráðuneytið, Samtök iðnaðarins og Norðurslóðanet Íslands, en nú þegar eru aðildarfélög ráðsins orðin á annan tug.

Ráðið verður rekið í svipaðri mynd og önnur millilandaráð. Meginmarkmið þess verður að byggja upp viðskiptasamstarf milli ríkja á svæðinu og búa þannig í haginn að Íslendingar geti keppt um þau atvinnutækifæri sem þar eru og verða til. Þetta fellur vel að áherslum nýrrar ríkisstjórnar en í stjórnarsáttmálanum kemur m.a. fram að ríkisstjórnin muni vinna að því að Ísland verði leiðandi afl á norðuslóðum.

Umframeftirspurn varð eftir stjórnarsætum í Norðurslóða-viðskiptaráðinu og til að nýta þennan mikla áhuga verður fyrsta stjórn ráðsins skipuð 9 mönnum en það eru fulltrúar Arctic Services, Eykon Energy, Eimskips, Icelandair, ÍAV, Íslandsbanka, Mannvits, Norðurflugs og Samskips. Frekari upplýsingar veitir Haraldur I. Birgisson, aðstoðarframkvæmdastjóri.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024