Er hægt að skapa slysalausan vinnustað?
Fimmtudaginn 7. desember efnir Græni krossinn til sinnar fyrstu ráðstefnu um öryggis- og heilbrigðismál á vinnustöðum og í samfélaginu.
Græni Krossinn eru samtök sem hafa það stefnumið að stuðla að auknu öryggi og heilbrigði á vinnustöðum og í samfélaginu.
Leitast verður við að svara spurningum um hvort og hvernig við getum aukið árangur okkar í heilbrigðis- og öryggismálum þannig að starfsfólk skili sér ávallt heilt heim.
Ráðstefnan er haldin á Hótel Nordica í sal A og B og stendur frá kl. 9:00 til 16:00.
Fundarstjórar eru Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar í Kópavogi og Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri Árborgar.
Dagskrá:
8:30-9:00 Morgunverður/Skráning
Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra
Gestur Pétursson, kynnir Græna krossinn
Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins
Anna Elísabet Ólafsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar
Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma
Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar
Kevin Berg, aðstoðarforstjóri Bechtel International
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor í viðskipta- og hagfræðid. HÍ
Warren McKenzie, verkefnisstjóri framkvæmda hjá Alcoa
Joe Wahba, framkvæmdastjóri Fjarðaálsverkefnisins
Andy Cameron, staðarstjóri Fjarðaálsverkefnisins
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi
Pallborðsumræður
Ráðstefnan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir og
þátttakendum að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á hádegisverð.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á
skraning@inpro.is fyrir miðvikudaginn 6. desember.