Viðskiptaráð Íslands

Morgunverðarfundur: Íslenskt mál í viðskiptalífinu

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, 3. hæð

Íslensk málnefnd, Viðskiptaráð Íslands, Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík boða til morgunverðarfundar um framtíð íslenskrar tungu í alþjóðlegu viðskiptalífi á Íslandi. Til umræðu verða spurningar á borð við þessar:

- Hvernig getum við tryggt stöðu íslenskrar tungu í alþjóðlegu viðskiptalífi á Íslandi?
- Er óhjákvæmilegt að enska verði vinnumálið í alþjóðlegum fyrirtækjum á Íslandi?
- Á að bjóða erlendum starfsmönnum kennslu í íslensku?
- Eiga ársskýrslur og önnur mikilvæg gögn að vera bæði á íslensku og ensku?

Frummælendur verða Haraldur Bernharðsson, Íslenskri málnefnd, Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, og Agnar Hansson, bankastjóri Icebank. Fyrirspurnir og umræður verða að loknu hverju erindi. Fundarstjóri verður Þröstur Olaf Sigurjónsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.

Málþingið er hið síðasta í röð ellefu málþinga sem Íslensk málnefnd stendur fyrir á þessu ári um ýmislegt er lýtur að íslenskri málstefnu en nefndin vinnur nú að tillögu að málstefnu fyrir menntamálaráðuneytið. Sjá nánar um Íslenska málnefnd á http://www.islenskan.is

Skráning á fundinn er hjá Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Vinsamlega sendið póst á: fvh@fvh.is

Boðið verður upp á léttan morgunverð.
Málþingið er öllum opið.
Aðgangur ókeypis.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024