Viðskiptaráð Íslands

Virkjum karla og konur

Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica

Fundurinn „Virkjum karla og konur - fjölbreytni í forystu“ verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 10. febrúar næstkomandi.

Forsaga fundarins er sú að í maí 2009 skrifuðu Félag kvenna í atvinnurekstri, Viðskiptaráð Íslands og Samtök Atvinnulífsins undir samstarfssamning til að hvetja til og leggja áherslu á að konum í forystusveit íslensks atvinnulífs verði fjölgað. Markmið samningsins er að hlutfall hvors kyns verði ekki undir 40% í lok árs 2013, en Creditinfo sér um mælingar á verkefninu.

Nú blása fyrrnefndir aðilar í samstarfi við Leiðtoga-Auði, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu ásamt iðnaðarráðuneytinu til fundar þann 10. febrúar næstkomandi á Reykjavík Hilton Nordica. Þar verður greint frá því hvernig viðskiptalífið hyggst sjálft fjölga konum í stjórnum íslenskra fyrirtækja. Með þessu er viðskiptalífið að taka sjálft ábyrgð og forystu í þessu brýna hagsmunamáli.

Skráning og morgunverður hefst klukkan 8, en formleg dagskrá hefst klukkan 8.15 og stendur til 10. Þátttökugjald er 3.900 en boðið verður upp á „tvö fyrir einn“ tilboð þar sem karl og kona sem mæta saman greiða einungis eitt gjald.

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, mun setja fundinn, en meðal þeirra sem taka til máls eru Þóranna Jónsdóttir, hjá Auði Capital, og S. Alex Haslam frá háskólanum í Exeter. Þóranna mun fjallar um hvernig fjölbreytni bætir karla, en einnig mun hún kynna niðurstöður úr nýlegri rannsókn um áhrif fjölbreyttrar samsetningar á verklag stjórna. Haslam mun flytja erindi um konur og forystu undir yfirskriftinni „From Glass Ceiling to Glass Cliff“.

Viðskiptaráð hvetur alla sem áhuga hafa á málefninu til að skrá sig strax í dag. Skráning er hér, á vef SA.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Skattadagurinn 2025

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram …
14. janúar 2025

Peningamálafundur 2024

Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica …
21. nóvember 2024