Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica
Alþjóðaráðstefna Félags kvenna í atvinnurekstri í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 13. maí. Ráðstefnunni er ætlað að ýta undir umræðu um kynjahlutföll í stjórnum, en lög um kynjakvóta taka gildi á Íslandi haustið 2013.
Þátttökugjald er kr. 5.900 fyrir staka þátttakendur ásamt morgunverði. Tvö fyrir einn: Fyrir karl og konu sem mæta saman er þátttökugjald kr. 5.900 ásamt morgunverði fyrir tvo.
Í tengslum við ráðstefnuna verður boðið upp á vinnustofur í Opna háskóla HR við Menntaveg. Gjald fyrir vinnusmiðju og ráðstefnu er kr. 9.800 - Skráning fer fram hér