Staðsetning: Norðurljós - Harpa
Á fundinum mun seðlabankastjóri fjalla um efnahagshorfur, en nýtt mat Seðlabankans á þróun og horfum í efnahagsmálum mun liggja fyrir 2. nóvember þegar bankinn gefur út Peningamál. Þar verður meðal annars kynnt ný þjóðhags- og verðbólguspá og rökstuðningur færður fyrir vaxtaákvörðun bankans. Verður það fyrsta spá bankans eftir að efnahagsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins rann sitt skeið í lok ágúst.