Staðsetning: Arion banki, Borgartúni 19
Seed Forum Iceland ráðstefnan verður haldin í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni, föstudaginn 13. apríl næstkomandi kl. 8:30.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson setur ráðstefnuna og fyrirlesarar verða Joachim Krohn-Hoegh framkvæmdastjóri Argentum, Svana Björnsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins, Torkel Ystgaard aðstoðarforstjóri SIVA, Truls Berg framkvæmdastjóri NORBAN og Einar G. Guðmundsson forstöðumaður hjá Arion banka.
Auk þeirra munu átta innlend og erlend sprotafyrirtæki kynna sig fyrir fjárfestum, en þau eru: Unimaze Software, FPG, Locatify, Grapewire, Nordic Photos, Fair Trading Technology, Trianglo og Dento Tech.
Allar nánari upplýsingar og skráning á www.seedforum.is