18. nóvember 2013
Lagadeild Háskólans í Reykjavík, JURIS lögmannsstofa, LEX lögmannsstofa og Viðskiptaráð Íslands standa að ráðstefnu um alþjóðlegan fjárfestingarétt og regluverk erlendra fjárfestinga mánudaginn 18. nóvember kl. 13.15-16.30. Ráðstefnan verður haldin í stofu M209 á 2. hæð í Háskólanum í Reykjavík.
Meðal þess sem verður til umfjöllunar:
- Almennt um þróun alþjóðlegs fjárfestingaréttar
- Stefna ríkisstjórnarinnar og mikilværi erlendrar fjárfestingar
- Meginreglur allþjóðlegs fjárfestingaréttar
- Mikilvægi og þýðing gerðardómsákvæða í fjárfestingarsamningum
- Stefna Íslands við gerð fjárfestingasamninga
- Aðkoma ráðuneyta við framkvæmd erlendrar fjárfestingar
- Fundarstjóri er Dr. Bjarni Már Magnússon, sérfræðingur við lagadeild HR.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.