Viðskiptaráð Íslands

AMÍS: Aðalfundur

Stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins boðar til aðalfundar félagsins mánudaginn 23. maí 2016 kl. 12.00.

Dagskrá fundarins verður í samræmi við 12. gr. samþykkta félagsins, sem hér segir:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Ársreikningar
  3. Kosning formanns
  4. Kosning stjórnarmanna
  5. Kosning endurskoðanda
  6. Kynning á fjárhagsáætlun næsta rekstrarárs og ákvörðun árgjalda
  7. Breytingar á samþykktum – breytingartillaga liggur fyrir.
  8. Önnur mál

Stjórn ráðsins leggur til tvær breytingar á samþykktum félagsins. Annars vegar breytingu á 14. gr. í þá veru að formanni ráðsins verði fengin heimild til þess að taka ákvarðanir sem binda félagið á samstarfsvettvangi millilandaráða og Viðskiptaráðs Íslands. Hins vegar breytingu á 17. gr. samþykkta ráðsins sem lýtur að reikningssári félagsins.

Nýr málsliður bætist þannig við 14. gr.

Formaður félagsins kemur fram fyrir hönd félagsins í samstarfi millilandaráða á vettvangi Viðskiptaráðs Íslands. Atbeina stjórnar þarf ekki til ákvarðana formanns á þeim vettvangi.

17. gr. orðist eftirleiðis þannig:

Reikningsár félagsins er frá 1. apríl til 31. mars ár hvert.

Í samræmi við 13. gr. samþykkta félagsins verður formaður kosinn á fundinum auk þriggja stjórnarmanna.

Vakin er athygli á því að samkvæmt 13. gr. samþykkta félagsins skulu framboð til stjórnar tilkynnt til formanns eða framkvæmdastjóra a.m.k. 2 vikum fyrir aðalfund. 

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024