Sambíóin bjóða félögum í Amerísk-íslenska viðskiptaráðinu í bíó fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19.30 á myndina The Accountant.
Hvenær: Fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19.30
Hvar: Egilshöll - Salur 1
Aðgöngumiðar: Hámark 4 miðar á mann eða 10 á fyrirtæki
Fyrirkomulag: Gestalisti verður við innganginn og miðar afhentir í samræmi við skráningu. Gestir eru vinsamlega beðnir um að mæta eigi síðar en kl. 19.15
Um myndina
The Accountant fjallar um stærðfræðinginn Christian Wolff sem hefur meiri áhuga á tölum en fólki. Hann notar litla endurskoðunarskrifstofu sem yfirvarp fyrir störf sín sem endurskoðandi hættulegustu glæpasamtaka heims. Rannsóknardeild fjármálaráðuneytisins, undir stjórn Ray King, er komin á slóð hans. Christian tekur því að sér löglegan viðskiptavin, flott vélmennafyrirtæki, þar sem starfsmaður í bókhaldi hefur uppgötvað misræmi í bókhaldinu upp á milljónir Bandaríkjadala. Þegar Christian byrjar að grúska í bókhaldinu byrja líkin að hrannast upp.
Með helstu hlutverk fara Ben Affleck, Anna Kendrick og J.K. Simmons.