Amerísk-íslenska viðskiptaráðið býður þér á samtal Kristjáns Kristjánssonar, fjölmiðlamanns, við Ólaf Jóhann Ólafsson, athafnamann og rithöfund, um viðburðaríkan feril hans og umbyltingar í fjölmiðlaheimi vestanhafs.
Ólafur Jóhann hefur verið afkastamikill rithöfundur frá því hann sendi frá sér sína fyrstu bók árið 1986. Hann hefur hlotið margháttaða viðurkenningu fyrir ritstörf sín.
Ólafur Jóhann hefur frá því árið 1999 verið aðstoðarforstjóri Time Warner, stærsta fjölmiðlunar- og afþreyingarfyrirtækis í heimi, þar sem hann stýrir meðal annars stefnumótun fyrirtækisins á heimsvísu.
Samtalið fer fram í höfuðstöðvum Arion banka þriðjudaginn 20. desember kl. 17.
Boðið verður upp á léttar veitingar að samtali loknu.
Nánari upplýsingar og skráning á vef AMÍS