Sendiherra Íslands í Svíþjóð, Estrid Brekkan, og Sænsk-íslenska viðskiptaráðið bjóða öllum félögum og öðrum áhugasömum um samskipti landanna til haustsamkomu í Stokkhólmi. Við hvetjum til þess að þátttakendur taki með sér vinnufélaga, viðskiptafélaga og aðra gesti til að hitta vini og félaga í ráðinu.
Hvenær: Miðvikudaginn 23. nóvember kl. 17.00-19.00
Hvar: Sendiherrabústaðnum, Strandvägen 15, SE11456
Vinsamlega skráið þátttöku með tölvupósti. Þess ber að geta að skráning þarf að berast eigi síðar en 21. nóvember.