Viðskiptaráð Íslands

Iceland's Bright Future

Bresk-íslenska viðskiptaráðsins stendur fyrir morgunverðarfundi þann 23.september í London, undir yfirskriftinni Iceland´s Bright Future.

Þar mun DNB bankinn kynna greiningu á Íslandi, íslensku efnahagslífi og íslenska bankakerfinu. Håkan Fure, einn þekktasti greinandi á fjármálamarkaði í Noregi, hefur að undanförnu greint stöðu mála á Íslandi ásamt samstarfsfólki hjá greiningardeild bankans, og mun birta niðurstöður sínar á fundinum.

Fundurinn er haldinn í Skinners Hall, í London í samvinnu við Íslandsbanka og DNB banka. Þar mun Aldo Musacchio,professor frá Harvard Viðskiptaskólanum, sem meðal annars hefur kennt MBA nemum við Háskólann í Reykjavík, greina frá rannsóknum sínum á þróun efnahags- og fjármála á Íslandi. Musacchio er þekktur fyrir kenningar sínar um stefnumótun í efnahagsmálum og birti meðal annars fyrir spásögn um bankakreppuna á Íslandi í maí 2008

Afar áhugavert verður að bera greiningu hinna erlendu fræðimanna við viðhorf Íslendingana sem taka til máls á fundinum, en hinn þekkti norski sjónvarpsmaður Geir Heljesen, mun leiða þátttakendur saman í viðræðu að loknum erindum þeirra.

Skráning fer fram hér

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Kosningafundur 2024

Kosningafundur Viðskiptaráðs verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 13. nóvember …
13. nóvember 2024

Samkeppnishæfni Íslands 2024

Morgunfundur um niðurstöður nýrrar úttektar IMD á samkeppnishæfni Íslands í …
20. júní 2024