Fransk-íslenska viðskiptaráðið stendur fyrir málstofu um ferðaþjónustu í Frakklandi og á Íslandi föstudaginn 17. mars kl. 9.00-16.00. Á málstofunni er lögð áhersla á viðbrögð ferðaþjónustunnar sjálfrar og stefnumótandi aðila á áhættuþætti tengda ferðaþjónustu, svo og hvernig tækla megi óvissu og skyndilegar breytingar í rekstrarumhverfi ferðaþjónustu.
Helstu umfjöllunarefni eru:
Verð fyrir meðlimi FRÍS er 16.900 kr. en almennt verð er 19.000 kr.
Dagskrá
8.30: Skráning
9.00-12.00 Fyrirlestrar
Opnunarávarp
Baldvin Björn Haraldsson
Formaður Fransk-íslenska viðskiptaráðsins
Hvers vegna Inspired by Iceland?
Inga Hlín Pálsdóttir
Forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina, Íslandsstofu
Hvernig hafa franskir aðilar í ferðaþjónustu tekist á við mikla aukningu/samdrátt í fjölda ferðamanna
Jürgen Bachmann
Framkvæmdastjóri Seto, samtaka aðila í ferðaþjónustu í Frakklandi
Umhverfisvernd og öryggi ferðamanna – aðkoma hins opinbera í Frakklandi og samstarf við einkageirann
Isabelle Balsamo
Eftirlitsaðili öryggis- og aðgengismála, Mennta- og menningarmálaráðuneyti Frakklands
Hvernig hafa Frakkar tryggt dreifingu ferðamanna um landið og stefnumótun opinberra aðila í ferðamálum
Philippe Maud‘Hui,
Forstöðumaður þróunarmála, Atout France, stofnun þróunar ferðamála í Frakklandi
Hvernig tryggja franskir aðilar sig gegn áhættuþáttum, s.s. breytingum á gengi gjaldmiðla. Önnur lagaleg atriði.
Emmanuelle Llop
Lögmaður, lögmannsstofunni Euquinoxe Avocats
Þróun ferðageirans í tengslum við efnahagslega þætti
Gunnar Haraldsson
Hagfræðingur, Intellecon ehf.
OECD og ferðaþjónustan
Kristján Andri Stefánsson
Sendiherra Íslands í Frakklandi
Samantekt erinda
Ólöf Ýrr Atladóttir
Ferðamálastjóri
12.00-13.00: Hádegismatur og tengslamyndun
13.00-14.30: Vinnustofur
Vinnustofa 1 - Emmanuelle Llop
Hvernig tryggja aðilar í ferðaþjónustu sig gegn breytingum á gengi gjaldmiðla og lögfræðilegum áhættuþáttum.
Vinnustofa 2 - Jürgen Bachmann
Hvernig bregðast aðilar í ferðaþjónustu við skyndilegri aukningu eða samdrætti í fjölda ferðamanna.
Vinnustofa 3 - Isabelle Balsamo
Dreifing ferðamanna um landið og áskoranir tengdar uppbyggingu og öryggi ferðamannastaða.
Vinnustofa 4 - Philippe Maud‘Hui
Hvernig má breyta utanaðkomandi ógnunum í tækifæri og hvernig hefur Frakkland náð að viðhalda stöðu sinni sem einn vinsælasti viðkomustaður í heimi.
14.30-15.00: Kaffihlé
15.00-16.00: Kynningar á raundæmum úr vinnustofum