Opinn morgunfundur: Hjallastefnan sem aðferðafræði

Byltingarverðlaunin 2019 voru veitt af Viðskiptaráði og Manino í annað sinn á dögunum á ráðstefnunni Bylting í stjórnun. Í ár runnu verðlaunin til Hjallastefnunnar sem þótti hafa skarað fram úr öðrum við innleiðingu og notkun nýrra og framsækinna stjórnunaraðferða. Á stuttum morgunfundi mun Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastýra Hjallastefnunnar fara yfir aðferðafræði og byltingarkenndar leiðir til að ná fram því besta frá starfsfólki og fjalla m.a. um vinnutímastyttingu og valdeflingu.

  • Föstudaginn 29. nóvember kl. 8.30 – 9.30
  • Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35
  • Hylur á 1. hæð

Opinn fundur og allir velkomnir.

Létt kaffispjall og umræður að fundi loknum.

Tengt efni

Lægri skattar og sjálfbær ríkisfjármál bæta samkeppnishæfni Íslands 

Undanfarinn áratug hefur samkeppnishæfni Íslands smám saman batnað, en fyrir tíu ...
21. jún 2024

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 ...
20. jún 2024

Andri nýr formaður Viðskiptaráðs – Ný stjórn kjörin

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fór fram í dag. Þar var kunngerð niðurstaða úr ...
7. feb 2024