Árlegur peningamálafundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þann 6. nóvember kl. 8.15-10.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskrift fundarins er „Á Ísland heima við mörk ruslflokks?“ Á fundinum fer Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, m.a. yfir stöðu og horfur í efnahagsmálum og helstu forsendur þess að lánshæfismat ríkissjóðs geti batnað á komandi árum.
Dagsetning: 6. nóvember
Tímasetning: 8.15-10.00, morgunverður hefst kl. 8.00
Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica, salur A
Verð: 3.900 kr.