Viðskiptaráð Íslands

Nýir tímar og tækifæri í Frakklandi

Staðsetning: Norræna húsið

Þriðjudaginn 12. júní 2012 klukkan 8.15 - 10.00 stendur Fransk-íslenska viðskiptaráðið fyrir spennandi morgunverðarfundi í Norræna húsinu undir yfirskriftinni Nýir tímar og tækifæri í Frakklandi. Aðgangur er án endurgjalds, en boðið verður upp á café et croissants. Skráning fram til hádegis 11. júní á: kristin@chamber.is.

Fundarstjórar eru Björk Þórarinsdóttir, Arion banka, og Baldvin Björn Haraldsson, BBA Legal. Erindi flytja:

  • Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands
  • Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands á Íslandi
  • Gilles Debruire, AFII (Invest in France Agency Northern Europe)
  • Halldór Benjamín Þorbergsson, Icelandair Group
  • Kári Sölmundarsson, HB Grandi
  • Guðmundur Þorbjörnsson, EFLA verkfræðistofa
  • Pétur Guðjónsson, Marel

Starfsemi FRÍS hefur að mestu legið í dvala frá árinu 2010 og er fundurinn liður í því að færa starfsemi ráðsins til fyrri vegar, en ráðið var stofnað árið 1990.

Tengt efni

Viðskiptaþing 2025

Viðskiptaþing 2025 fer fram 13. febrúar 2025. Viðburðinn fer fram í …
13. febrúar 2025

Skattadagurinn 2025

Skattadagur Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins fer fram …
14. janúar 2025

Peningamálafundur 2024

Peningamálafundur Viðskiptaráðs verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica …
21. nóvember 2024