SPIS: Mañana - Spánn og framtíðin

Spánsk-íslenska viðskiptaráðið efnir til opins morgunfundar um framtíð efnahagsmála á Spáni fimmtudaginn 11. júní í Húsi atvinnulífsins kl. 08.30 - 10.00.

Spánn hefur lengi verið mikilvægt viðskiptaland fyrir Ísland, en erfiðleikar undanfarinna ára í efnahagslífinu þar eru flestum kunnir. Atvinnuleysi hefur verið mjög hátt og ásakanir um spillingu landlægar. Nýlegar kannanir sýna að almenningur hefur litla trú á að staðan batni á næstunni.

Ræðumenn verða:

Elvira Mendez Pinedo, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands: Back to prosperity vs. prosperity for all. A tale of two countries after the 2008 crisis.

Elvira Mendez Pinedo er prófessor í evrópulögum við HÍ. Hún gaf út bók um hrunið á Íslandi og eftirmála þess og hefur m.a annars unnið við rannsóknir á sambandi neytendaverndar og óhóflegrar skuldsetningar bæði á Íslandi og Spáni.

Rafael Martinez Ferreira, prófessor við IE viðskiptaskólann í Madrid: Iceland & Spain, Economies & Financial Systems Analysis and Opportunities

Rafael Martinez Feirrera er fæddur 1965 og búsettur í Madrid. Hann hefur áratuga reynslu úr alþjóðlegu viðskipta- og fjármálalífi. Hann hefur unnið fyrir McKinsey og Santander bankann svo fátt eitt sé nefnt, en auk þess að gegna prófessorsstöðu rekur hann umfangsmikið ráðgjafafyrirtæki.

Praktískar upplýsingar:
Hvar: Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í salnum Kviku á jarðhæð hússins.
Hvenær: fimmtudaginn 11. júni frá 8.30-10.00
Fundarmál: Enska
Verð: Frítt inn en nauðsynlegt að skrá sig

Fundarstjóri: Friðrik Steinn Kristjánsson, formaður SPIS

Skráning hér

Tengt efni

Gullhúðun og refsigleði í nýjum markaðssetningarlögum

Þingið hefur til umfjöllunar frumvarp til nýrra markaðssetningarlaga sem er ...
5. jún 2024

Er framtíðin sjálfbær og gagnsæ?

Morgunfundur KPMG í samstarfi við Viðskiptaráð.
25. okt 2022

Hver var þessi týpa?

Það verður forvitnilegt að sjá hversu margir viðurkenna það eftir nokkur ár að ...
10. feb 2022