Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland og Samtök atvinnulífsins standa að morgunverðarfundi um samvistir lífeyrissjóða og almennra fjárfesta á hlutabréfamarkaði fimmtudaginn 26. maí kl. kl. 8.30-10.00 í þingsölum 2 og 3 á Icelandair hótel Reykjavík Natura.
Dagskrá:
Forsendur heilbrigðs hlutabréfamarkaðar
Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland
Stofnanafjárfestar sem virkir hluthafar
Helga Hlín Hákonardóttir, ráðgjafi hjá Strategíu
Almennir fjárfestar við hlið stofnanafjárfesta
Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og hagfræðingur
Umræður
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA og formaður stjórnar Gildis lífeyrissjóðs
Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
ásamt frummælendum
Fundarstjóri er Marta Guðrún Blöndal, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Aðgangseyrir er 5.900 kr. Innifalinn er morgunverður og nýjasta útgáfa Leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja.