Viðskiptaráð Íslands

Fjárfestingaumhverfið á Íslandi: Erum við á réttri leið?

Á morgun, miðvikudag, stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi um fjárfestingaumhverfið hér á landi. Þar mun Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar, meðal annarra, flytja erindið Fjárfestingaumhverfið á Íslandi - Erum við á réttri leið? Í því mun Þórður m.a. ræða eftirtalin atriði: 

  • Hvert er ferðinni heitið með umhverfi fjárfestinga hérlendis? Erum við á réttri leið?
  • Hver eru áhrif haftanna á fjárfestingaumhverfið?
  • Tengsl gjaldeyrishafta og vaxtastefnu Seðlabanka Íslands.
  • Leiðir til lausna: Hlutabréfamarkaður sem einn af þeim valkostum sem standa til boða.

Yfirskrift fundarins er: Er Ísland opið fyrir fjárfestingu - Frá orðum til athafna?

Auk Þórðar munu Arnór Sighvatsson aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands og Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls flytja erindi á fundinum. Að erindum loknum stýrir Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, pallborðsumræðum. Í pallborðinu eru auk frummælenda Agnar Hansson forstöðumaður markaðsviðskipta hjá H.F. Verðbréfum, Kristinn Hafliðason verkefnisstjóri hjá Fjárfestingarstofu og Tanya Zharov lögfræðingur Auðar Capital.

Fundurinn fer fram í Hvammi á Grand Hótel, hann hefst kl. 8.15 og stendur til kl. 10. Verð er kr. 2.900, morgunverður innifalinn.

Nánari upplýsingar má finna hér

Tengt efni

Einfalda megi skattkerfið

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, fullyrti að einfalda …
16. janúar 2026

Myndband: Er ríkið farið að þjónusta sig sjálft?

Lísbet Sigurðardóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs, fjallar um opnunartíma …
15. janúar 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs 2026

Aðalfundur Viðskiptaráðs Íslands fer fram þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11:30 í …
13. janúar 2026