Á morgun, miðvikudag, stendur Viðskiptaráð Íslands fyrir morgunverðarfundi um fjárfestingaumhverfið hér á landi. Þar mun Þórður Friðjónsson forstjóri Kauphallarinnar, meðal annarra, flytja erindið Fjárfestingaumhverfið á Íslandi - Erum við á réttri leið? Í því mun Þórður m.a. ræða eftirtalin atriði:
Yfirskrift fundarins er: Er Ísland opið fyrir fjárfestingu - Frá orðum til athafna?
Auk Þórðar munu Arnór Sighvatsson aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands og Ragnar Guðmundsson forstjóri Norðuráls flytja erindi á fundinum. Að erindum loknum stýrir Benedikt Jóhannesson, ritstjóri Vísbendingar, pallborðsumræðum. Í pallborðinu eru auk frummælenda Agnar Hansson forstöðumaður markaðsviðskipta hjá H.F. Verðbréfum, Kristinn Hafliðason verkefnisstjóri hjá Fjárfestingarstofu og Tanya Zharov lögfræðingur Auðar Capital.
Fundurinn fer fram í Hvammi á Grand Hótel, hann hefst kl. 8.15 og stendur til kl. 10. Verð er kr. 2.900, morgunverður innifalinn.