Viðskiptaráð Íslands

Stuðningur við nýsköpun

Stuðningur við nýsköpunar- og frumkvöðlastarf er eitt af þeim málum sem Viðskiptaráð telur skipta verulegu máli við enduruppbyggingu atvinnulífs í landinu. Það á ekki einungis við um sprotafyrirtæki og frumkvöðla innan þeirra heldur einnig rannsóknar- og þróunarstarfsemi sem á sér stað innan rótgróinna fyrirtækja.

Á vordögum skipaði stjórn Viðskiptaráðs málefnahópa þar sem unnið er að ýmsum málefnum í samstarfi við félaga ráðsins og aðra hagsmunaaðila. Einum þeirra hópa er ætlað að beita sér fyrir bættu umhverfi til nýsköpunar hér á landi með því að leggja áherslu á að efla þann grunn sem nú þegar er til staðar. Hópurinn mun leggja áherslu á stuðning við fyrirtæki sem eru að vinna að nýsköpun ásamt lagfæringum á því regluverki sem til staðar er fyrir slík fyrirtæki. Einnig verður unnið að því að vekja athygli á stöðu nýsköpunar í samfélaginu og koma af stað upplýstri umræðu.

Sameiginlegt mat þeirra sem að starfi málefnahópsins koma er að Tækniþróunarsjóður, sem heyrir undir Rannís, sé ein af grunnstoðum stuðnings við nýsköpun á Íslandi. Sjóðnum er ætlað það hlutverk að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.

Mörg öflugustu fyrirtæki landsins hafa á einhverjum tímapunkti þegið styrki úr Tækniþróunarsjóði og hafa þannig nýtt það fjármagn og um leið þá viðurkenningu sem felst í styrk frá sjóðnum til að efla starf sitt. Sú viðurkenning sem felst í viðtöku styrks frá sjóðnum er ekki síður mikilvæg en það fjármagn sem í styrknum felst og getur slík viðurkenning verið einkar mikilvægt veganesti fyrir ungt fyrirtæki í vexti. Ekki má heldur gleyma mikilvægi sjóðsins fyrir þau fyrirtæki sem þegar hafa komið undir sig fótunum en standa fyrir öflugu rannsóknar- og þróunarstarfi, þeim fyrirtækjum er ekki síður mikilvægur sá styrkur sem sóttur er til Rannís.

Nú er komið að vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs til nýsköpunarverkefna þar sem 400 milljónum verður úthlutað til verkefna á sviði nýsköpunar og þróunar. Að þessu sinni bárust sjóðnum umsóknir um 99 verkefni og hefur verið ákveðið að veita 30 af þeim verkefnum styrki og var því reynt að styðja sem flest verkefni.

Viðskiptaráð vill hvetja sem flesta félaga að mæta og sýna stuðning við þau fyrirtæki sem hlotið hafa styrk að þessu sinni. Úthlutunin mun fara fram í húsakynnum Marel að Austurhrauni 9, Garðarbæ og hefst hún kl. 15.00 með ávarpi iðnaðarráðherra.

Nánari upplýsingar:

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024