Viðskiptaráð Íslands

Morgunverðarfundur: Uppbygging atvinnuvega

Þriðjudaginn 31. ágúst fer fram morgunverðarfundur þar sem m.a. verður rætt um mikilvægi þess að mótuð verði stefna í uppbyggingu atvinnuvega hér á landi. Jafnframt er tilgangur fundarins að hvetja til þess að slík stefna verði þróuð. Málið er sérstaklega áhugavert í ljósi fyrirhugaðrar sameiningar iðnaðar-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyta í eitt atvinnuvegaráðuneyti.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun setja fundinn en fundarstjóri er Ari Kristinn Jónsson rektor HR. Ræðumenn eru Dr. Seiichiro Yonekura, prófessor við Hitotsubashi Háskóla í Tókýó, Birkir Hólm Guðnason forstjóri Icelandair og Björn Rúnar Guðmundsson skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

Smelltu hér fyrir skráningu og nánari upplýsingar.

Tengt efni

Björn og Andri í stjórn og háskólaráð HR

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Háskólans í Reykjavík fór fram föstudaginn 6. …
13. september 2024

Átján fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hljóta viðurkenningu

Átján fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið …
26. ágúst 2024

Sumaropnun og nýjar verðskrár

Opnunartími skrifstofu Viðskiptaráðs verður styttri frá 22. júlí til 5. ágúst, …
12. júlí 2024