Morgunverðarfundur: Áhrif banka á rekstrarumhverfi fyrirtækja

Fjármálastofnanir ráða nú miklu um landslag reksturs á Íslandi, í gegnum endurskipulagningu á skuldum og rekstri fjölda fyrirtækja á þeirra höndum. Inngrip fjármálastofnana í rekstur fyrirtækja getur haft veruleg áhrif á samkeppnis- og rekstrarumhverfi atvinnugreina, eins og umræða undafarinna mánaða ber glöggt vitni. Til að ræða þau mál og leiðir til lausna boðar Viðskiptaráð Íslands til morgunverðarfundar næstkomandi fimmtudag. 

Efnistök fundarins verða m.a. samkeppnisaðstæður fyrirtækja í bankakreppu, fjármagnsskipan ríkisbanka, rekstrargrunnur nýrra banka, endurskipulagning eignarhalds fyrirtækja og áherslur í rekstri fyrirtækja sem eru í umsjón banka.

Með framsögu fara:

  • Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja
  • Þorsteinn Þorsteinsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins
  • Birna Einarsdóttir, forstjóri Íslandsbanka
  • Finnur Sveinbjörnsson, forstjóri Arion banka
  • Ásmundur Stefánsson, forstjóri Landsbankans (NBI hf.)

Auk Þórðar og Birnu taka þátt í pallborði:

  • Linda Björk Gunnlaugsdóttir, forstjóri A. Karlsson
  • Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi
  • Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins

Fundarstjóri verður Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Þá mun Ólafur Stephensen, blaðamaður, stýra pallborðsumræðum.

Tímasetning: Fimmtudagur 26. nóvember, frá kl. 8:15-10:00.
Staður: Grand Hótel, Gullteigur.

Tengt efni

Lægri skattar og sjálfbær ríkisfjármál bæta samkeppnishæfni Íslands 

Undanfarinn áratug hefur samkeppnishæfni Íslands smám saman batnað, en fyrir tíu ...
21. jún 2024

Samkeppnishæfni Íslands minnkar á milli ára

Ísland fellur um eitt sæti milli ára í samkeppnishæfni og situr í 17. sæti af 67 ...
20. jún 2024

Hætt við að íslenskir neytendur beri kostnaðinn á endanum

Viðskiptaráð telur brýnt að jafna samkeppnisstöðu innlendra og erlendra miðla. ...
7. jún 2024