Næstkomandi föstudag mun Viðskiptaráð Íslands halda árlegan morgunverðarfund í tilefni af útgáfu peningamála Seðlabanka Íslands. Fundurinn er haldinn á Hilton Reykjavik Nordica, en aðalræðumaður fundarins er Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Á fundinum verða rædd m.a. framtíð gjaldeyrishafta og peningastefnunnar sem og horfur í endurreisn efnahagslífsins. Í kjölfar erindis Más munu fara fram pallborðsumræður þar sem gera má ráð fyrir kröftugum umræðum um spurningar sem þessar:
Þátttakendur í pallborðinu eru Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson aðalhagfræðingur Arion banka, Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar og Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital. Umsjón með pallborðsumræðum er í höndum Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Nasdaq OMX Ísland. Fundurinn hefst kl. 8:15 og stendur til kl. 10:00 á Hilton Reykjavík Nordica (Salur H/I). Fundargjald er kr. 3.500 með morgunverði sem hefst kl. 8. Fundurinn er öllum opinn.